11.11.2007 | 01:14
Fór í nálastungu :)
Jæja mín fór í nálastungu hjá kínverjunum svo maður geti nú hætt að reykja Fór á sunnudaginn og gekk það bara vel. En mánudagurinn fór ekki eins vel með taugarnar
var að springa á limminu og fékk mér eina sígó, kínverjinn sagði að hún ætti að vera vond en mér fannst hún bara nokkuð góð. Fór aftur í nálastunguna á fimmtudaginn og nú smakkast sígaretturnar ekki eins vel. Ég hef verið að fá mér einn og einn smók og hef ætlað mér að fara aftur í stunguna, þá hlítur þetta að takast
Um að gera að vera þolinmóður, ég hef reykt í 23 ár og nokkrum sinnum reynt að hætta og ÆTLA ég að láta þetta takast. Það reynir á þolinmæðina og pirringurinn getur verið svakalegur
en ég er ekki eins pirruð eftir seinni stunguna svo þetta er allt að koma
Kveð að sinni, Húsfrú.
Athugasemdir
Jæja, segi bara gangi þér vel Húsfrú!!
Alva (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 01:42
Hvar er Kinverji og hvað kosta þetta dæmi?
Andrés.si, 12.11.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.